Auglýst útboð

Akureyri og Dalvík – Dýpkun 2020

28.1.2020

Hafnasamlag Norðurlands og Hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar óska eftir tilboðum í ofangreint verk.

Helstu verkþættir eru:

        Akureyri: 

·           Dýpkun við Tangarbryggju 18.500 m³

·           Efnisvinnsla við ósa Glerár 7.300 m³

Dalvík:

·           Dýpkun innan hafnar 8.816 m³

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júlí 2020.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum  27. janúar 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 11 febrúar 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.