Matsskýrslur

Sundabraut

24.5.2004

Komin er út skýrsla um mat á umhverfisáhrifum Sundabrautar. Matið er unnið af verkfræðistofunni Línuhönnun fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg og fjallar um umhverfisáhrif 1.áfanga framkvæmdarinnar.
Fyrsti áfangi nær frá tengingu Sundabrautar við Sæbraut, hann þverar Kleppsvík, tengist Hallsvegi austan Kleppsvíkur og fylgir honum frá Sundabraut að Strandvegi. Skipulagsstofnun hefur samþykkt að taka þennan áfanga Sundabrautar sérstaklega fyrir í mati á umhverfisáhrifum óháð byggingu seinni áfanga.
Sundabraut er nauðsynlegur hlekkur í stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 – 2024. Hún er forsenda fyrir uppbyggingu í Gufunesi, Geldinganesi og síðar á Álfsnesi og er auk þess mikilvæg tenging fyrir norðurbyggðir Reykjavíkur (Grafarvog og Borgarholt) og síðar Hamrahlíðarlönd. Sundabraut hefur ennfremur mikla þýðingu fyrir samgöngur á landsvísu og þróun byggðar á suðvesturhorni landsins.

Þeir aðalvalkostir sem lagðir eru fram í þessari matsskýrslu eru alls þrír talsins:

- Leið I, hábrú
Um er að ræða stóra brú, - hábrú sem líkist helst stórum brúm erlendis.

- Leið I, botngöng
Botngöng eru steypt göng sem eru grafin ofan í yfirborð botnsins. Slík göng eru víða til, t.d. í Eyrarsundi.

- Leið III, eyjalausn
Eyjalausnin samanstendur af um 100 m landfyllingu út frá Gelgjutanga, 60-70 m langri brú yfir á um 500 m langa manngerða eyju í miðri Kleppsvíkinni en þar tekur við 170-200 m löng brú yfir á Gufuneshöfða

Skjöl sem tengjast þessari matsskýrslu eru:

Sundabraut - Endanleg matsskýrsla fyrir mat á umhverfisáhrifum (skjávæn útgáfa, pdf 7,5 MB)

Sundabraut - Endanleg matsskýrsla fyrir mat á umhverfisáhrifum (prentvæn útgáfa, pdf 21 MB)

Sundabraut - Matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum (skjávæn útgáfa, pdf 241 KB)

Sundabraut - Matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum (prentvæn útgáfa, pdf 8.74 MB)