Matsskýrslur

Mat á umhverfisáhrifum - Færsla Hringbrautar í Reykjavík

31.3.2003

Mat þetta á umhverfisáhrifum fjallar um færslu Hringbrautar á kafla frá Þorfinnstjörn að Rauðarárstíg. Um er að ræða færslu götunnar frá núverandi legu suður fyrir Umferðarmiðstöð og Læknagarð og undir brú á Bústaðavegi. Framkvæmdaaðilar eru Reykjavíkurborg og Vegagerðin.

Megintilgangur framkvæmdarinnar er að sameina Landspítalalóðina og færa meginstrauma umferðar frá Landspítalanum – Háskólasjúkrahúsi. Þannig er leyst úr brýnni þörf á bættu aðgengi að Landspítalanum og gert kleift að byggja upp lóð Landspítalans beggja vegna eldri Hringbrautar. Bætt aðkoma að Háskólasvæðinu frá Njarðargötu er einnig forsenda frekari uppbyggingar þar.

Kostnaður við framkvæmdina verður um 1240 milljónir króna. Niðurstaða mats á umhverfisáhrifum er sú að færsla Hringbrautar mun ekki valda umtalsverðum umhverfisáhrifum.

Endanleg matsskýrsla Prentvæn útgáfa ( pdf 7.576KB)
Teikningar í pdf-formi    (pdf 7.576KB)