Matsáætlanir
  • Áfangi 1: Bæjarháls - Norðlingavað

Suðurlandsvegur Bæjarháls að Hólmsá - drög að tillögu að matsáætlun

20.11.2019

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Byggð verða þrenn mislæg vegamót. Aðlaga þarf reið-, hjóla og gönguleiðir að nýjum tvöföldum vegi. Byggður verður 2 + 2 vegur og tengingum verður fækkað frá því sem nú er. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur. Vegurinn verður byggður í allt að fimm áföngum.

Framkvæmdin er matsskyld skv. tl. 10.07 ii. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum. Drög að tillögu að matsáætlun vegna Suðurlandsvegar er nú kynnt almenningi, hagsmunaaðilum og lögbundnum umsagnaraðilum um tveggja vikna skeið, frá 15. til 29.11.2019, í samræmi við 14. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Öllum er frjálst að senda inn athugasemdir á kynningartíma.

Athugasemdir skal merkja „Breikkun Suðurlandsvegar“ og senda með tölvupósti á netfangið ragnhildur.gunnarsdottir@efla.is eða með bréfpósti á:

EFLA Verkfræðistofa
B.t. Ragnhildar Gunnarsdóttur
Lynghálsi 4
110 Reykjavík

Drög að tillögu um matsáætlun