Matsáætlanir
  • Veiðileysuháls um Djúpavík

Strandavegur (643) um Veiðileysuháls. Tillaga að matsáætlun

5.5.2020

Fyrirhugað er að breyta legu Strandavegar (643) um Veiðileysuháls á kafla sem nær frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará í Kjósarvík. Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Árneshreppi í Strandasýslu. Strandavegi er ekki haldið opnum yfir háveturinn á kaflanum frá Bjarnarfirði að Gjögri og er Veiðileysuháls helsti farartálminn á þeirri leið. Með framkvæmdinni er stefnt að því að bæta vegasamgöngur milli byggðarinnar í Árneshreppi og annarra byggðarlaga, einkum að vetrarlagi.

Vegagerðin hefur sent tillögu að matsáætlun fyrir framkvæmdina til ákvörðunar Skipulagsstofnunar.

Drög að tillögu að matsáætlun voru send umsagnar- og samráðsaðilum og kynnt á heimasíðu Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is, frá 13. desember 2019 til 20. janúar 2020.

Tillaga að matsáætlun hefur verið endurskoðuð út frá þeim ábendingum sem bárust.

Tillaga að matsáætlun
Teikningar