Matsáætlanir

Hringvegur um Hornafjarðarfljót í Hornafirði - Drög að tillögu að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun

6.7.2006

Vegagerðin kynnir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra breytinga á Hringvegi um Hornafjarðarfljót. Framkvæmdin er 11-18 km löng veglagning, háð veglínum og nær frá Hringvegi vestan Hornafjarðarfljóts, yfir Hornafjarðarfljót og að Hringvegi skammt austan Hafnarvegar sem liggur að Höfn í Hornafirði. Framkvæmdin styttir Hringveginn um 10-12 km. Tilgangur framkvæmdar er að bæta samgöngur á Suðausturlandi og styrkja byggðalög á Suðaustur- og Austurlandi með bættu vegasambandi á Hringvegi. Allur undirbúningur miðast við að framkvæmdir geti hafist árið 2008.

Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og ber hún ábyrgð á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar. Í matsvinnunni verða skoðaðir nokkrir kostir. Matsáætlun fyrir framkvæmdina er unnin skv. lögum nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.

Almenningur og umsagnaraðilar geta komið á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum um matsáætlunina og gefið ábendingar um hvernig staðið skuli að einstökum þáttum matsvinnunnar, t.d. varðandi hvort rannsóknir nái til nauðsynlegra umhverfisþátta og fyrirhugaðar kynningar séu nægilegar. Hægt er að senda tölvupóst til Ernu Hreinsdóttur (t-póstur erna.b.hreinsdottir (hjá) vegagerdin.is) eða hringja í síma 522 1234 (Erna). Þá er auk þess hægt að senda skriflegar athugasemdir til:

Vegagerðin
b.t. Ernu Hreinsdóttur Borgartúni 5-7
105 Reykjavík

Athugasemdir þurfa að hafa borist fyrir 31. júlí 2006.


Hornafjarðarfljót drög að tillögu

Hornafjarðarfljót Teikning 1 yfirlitsmynd

Hornafjarðarfljót Teikning 2 rannsóknarsvæði

Hornafjarðarfljót Teikning 3-1 veglínur

Hornafjarðarfljót Teikning 3-2 veglínur