Matsáætlanir

Dettifossvegur

24.6.2004

Drög að tillögu að matsáætlun

Dettifossvegur - Norðausturvegur-Hringvegur í Keldunes- og Skútustaðahreppi

Á vegáætlun (2003-2006) eru fjárveitingar til framkvæmda á Hólmatungnavegi vestan Jökulsár á Fjöllum í Keldunes- og Skútustaðahreppi í Norður- og Suður- Þingeyjarsýslum. Áætlað er að áfangaskipta framkvæmdinni en hún er alls um 52 km löng og nær frá Norðausturvegi vestan Ásbyrgis í Norður - Þingeyjarsýslu að Hringvegi, vestan Jökulsár á Fjöllum í Suður- Þingeyjarsýslu. Reiknað er með tengingum frá veginum niður í Vesturdal, Hólmatungur og að Dettifossi. Áætlað er að hefja framkvæmdir árið 2005 og er stefnt að undirbúningi framkvæmda veturinn 2004-2005.
Í þessum drögum að tillögu að matsáætlun hafa kostir ekki verið ákveðnir heldur kynnt athugunarsvæði eða "belti" sem framkvæmdin getur fallið innan.
Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og ber hún ábyrgð á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar. Matsáætlun fyrir framkvæmdina verður unnin skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Drög að tillögu að matsáætlun er kynnt með eftirfarandi skjölum:

Dettifoss-skýrsla-drog
Dettifoss-yfirlitsmynd-drog
Dettifoss-Grunnmynd1-drog
Dettifoss-Grunnmynd2-drog
Dettifoss-Grunnmynd3-drog


Tillaga að matsáætlun

Dettifossvegur - Norðausturvegur-Hringvegur í Keldunes- og Skútustaðahreppi

Á vegáætlun (2003-2006) eru fjárveitingar til framkvæmda á Hólmatungnavegi vestan Jökulsár á Fjöllum í Keldunes- og Skútustaðahreppi í Norður- og Suður- Þingeyjarsýslum. Áætlað er að áfangaskipta framkvæmdinni en hún er alls um 52 km löng og nær frá Norðausturvegi vestan Ásbyrgis í Norður - Þingeyjarsýslu að Hringvegi, vestan Jökulsár á Fjöllum í Suður- Þingeyjarsýslu. Reiknað er með tengingum frá veginum niður í Vesturdal, Hólmatungur og að Dettifossi. Áætlað er að hefja framkvæmdir árið 2005 og er stefnt að undirbúningi framkvæmda veturinn 2004-2005.
Í þessari tillögu að matsáætlun hafa kostir ekki verið ákveðnir heldur kynnt athugunarsvæði eða "belti" sem framkvæmdin getur fallið innan.
Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og ber hún ábyrgð á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar. Matsáætlun fyrir framkvæmdina verður unnin skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Tillögu að matsáætlun er kynnt með eftirfarandi skjölum:

Tillaga að matsáætlun, júlí 2004
Skýrsla og teikningar á pdf formi, stærð skráa í MB

Skýrsla 0,1 MB Tillaga að matsáætlun
Yfirlitsmynd 0,4 MB Yfirlitsmynd
Grunnmynd, 1:3, 0,6 MB Grunnmynd. Norðausturvegur - Vesturdalur
Grunnmynd, 2:3, 0,6 MB Grunnmynd. Vesturdalur - Dettifoss
Grunnmynd, 3:3, 0,5 MB Grunnmynd. Dettifoss - Hringvegur