Kynningargögn

Suðurlandsvegur, tvöföldun - frá Fossvöllum að Draugahlíðum

Kynning framkvæmda

15.3.2010

Verkið felst í tvöföldun og breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum í Lögbergsbrekku ofan við Lækjarbotna og upp í Draugahlíðabrekku austan við Litlu kaffistofuna. Lengd útboðskafla er um 6,5 km.

Að vestan tengist vegkaflinn núverandi þriggja akreina vegi upp Lögbergsbrekku og að austan tengist vegurinn núverandi 2+1 vegi um Svínahraun. Austasti hluti kaflans, um 1,0 km, verður byggður upp sem 2+1 vegur en utan þess verður nýr Suðurlandsvegur 2+2 vegur, víravegrið er í miðdeili vegarins.

Vegurinn er tekinn niður í tvær akreinar og sérstaka vinstri beygjuakrein við vegamót við Bláfjallaveg og Bolaölduveg. Einnig er innifalin breikkun brúar á Fóelluvötnum á Sandskeiði, gerð undirganga vestan við Litlu kaffistofuna og landmótun. Sömuleiðis er innifalin lagning jarðstrengs Orkuveitu Reykjavíkur sunnan Suðurlandsvegar á vestasta hluta útboðskaflans, auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu í samræmi við útboðsgögn.

Eftir framkvæmdina verður Suðurlandsvegur með aðskildar akstursstefnur samfellt frá Fossvöllum að vegamótum við Hamragilsveg eða um 11,3 km vegur.

Suðurlandsvegur, tvöföldun - frá Fossvöllum að Draugahlíðum - Kynning