Kynningargögn

Hringvegur (1), Litla-Sandfell - Haugaá

Kynning framkvæmda

20.5.2009

Vegagerðin hefur opnað útboð í framkvæmd á Hringvegi (1) í Skriðdal, Fljótsdalshéraði S.-Múlasýslu. Til stendur að endur-og nýbyggja um 11 km langan kafla og byggja 3 nýjar brýr; yfir Þórisá, Eyrarteigsá og Jóku.

Búið er að kanna matsskyldu framkvæmdarinnar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Kynningarskýrsla og teikningar, sem gerðar voru í tengslum við könnun á matsskyldunni, eru aðgengilegar hér á vefnum.

Framkvæmdin er í samræmi við markmið samgönguáætlun um að auka umferðaröryggi og afleggja einbreiðar brýr á stofnvegum.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar betri samgöngur og bætt umferðaröryggi.

Litla-Sandfell - Haugaá - Kynningarskýrsla
Litla-Sandfell - Haugaá - Yfirlitsmynd; Skriðdalur