Kynningargögn

Hringvegur (1), Brú á Ystu Rjúkandi

Kynning framkvæmda

20.5.2009

Vegagerðin kynnir hér með framkvæmd á Hringvegi (1) í Jökuldal, Fljótsdalshéraði N.-Múlasýslu. Til stendur að byggja nýja og breiðari brú yfir Ystu Rjúkandi og aðlaga Hringveginn (1) beggja vegna hennar. Þá verður áningastaður byggður í tengslum við framkvæmdina.

Framkvæmdin er í heild um 0,9 km löng og liggur um lönd jarðanna Skjöldólfsstaða I og Hjarðarhaga.

Framkvæmdin telst ekki matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar betri samgöngur og bætt umferðaröryggi.

Ysta Rjúkandi - Kynningarskýrsla
Ysta Rjúkandi - Yfirlitsmynd
Ysta Rjúkandi - Grunnmynd og langsnið
Ysta Rjúkandi - Yfirlitsmynd brúar
Ysta Rjúkandi - Afstöðumynd brúar
Ysta Rjúkandi - Áningarstaður