Kynningargögn

Hringvegur, breikkun í Hörgárdal.

20.8.2008

Fyrirhugað er að endurbæta núverandi Hringveg á um 9.7 km kafla frá Krossastaðaá í Hörgárdal og suður fyrir Syðri-Bægisá í Öxnadal. Vegurinn verður breikkaður úr 7,5 m í 10,0 m. Veglínunni verður hliðrað lítilsháttar til austurs þar sem breikkunin myndi ella fara fram af háum bökkum og vegfláinn ná langt fram á eyrar Hörgár á köflum.

Áætluð efnisþörf í veginn er um 91.900 þúsund m3.

Framkvæmdin telst ekki matskyld skv. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum. Við athugun Vegagerðarinnar hefur komið í ljós að kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar skv. 6 gr. laga um mat á umhverfisáhrifum:

Skv. 2. viðauka, lið 10 c, þar sem um er að ræða vegaframkvæmd utan þéttbýlis á verndarsvæði, en framkvæmdin liggur innan grann- og fjarsvæðis vatnsverndarsvæðisins á Vöglum í Hörgárbyggð.

Vegagerðin hefur tilkynnt Skipulagsstofnun um fyrirhugaða framkvæmd samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Stefnt er að því að framkvæmdir við verkið hefjist haustið 2008 og verklok verði fyrri hluta sumars 2009. Framkvæmdin verður unnin í tveimur áföngum.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar betri samgöngur og aukið umferðaröryggi.

Kynningarskýrsla

Teikning 1

Teikning 2

Teikning 3. 1-6

Teikning 3. 2-6

Teikning 3. 3-6

Teikning 3. 4-6

Teikning 3. 5-6

Teikning 3. 6-6