Kynningargögn

Snæfellsnesvegur um Fróðárheiði

Uppbygging á vegi frá Egilsskarði að sæluhúsi

22.5.2008

Vegagerðin áætlar að ljúka uppbyggingu Snæfellsnesvegar (54) yfir Fróðárheiði á næstu þremur árum. Vegur um Fróðárheiði liggur í 361 m hæð og er einn fjallveganna yfir Snæfellsfjallgarð, lítið eitt austan Ólafsvíkur.

Leiðin liggur um snjóþungt skarð, þar sem veður verða oft vond. Til stendur að vinna verkið í tveimur áföngum og ljúka nú við uppbyggingu á vegi frá Egilsskarði og framhjá Sæluhúsi í Miðfellsdal alls um 4,5 km leið. Um er að ræða endurbyggingu vegar í sama vegstæði að mestu. Markmiðið er að minnka líkur á ófærð vegna snjóa og að taka af beygjur sem eru varhugaverðar.

Snæfellsnesvegur (54) um Fróðárheiði er stofnbraut en jafnframt innansveitarvegur í Snæfellsbæ og íbúar á sunnanverðu nesinu þurfa að fara um Fróðárheiði til að sækja stjórnsýslu og þjónustu til Ólafsvíkur og Hellissands. Öll öryggisþjónusta, sjúkra og slökkvilið er að norðanverðu og því eru vegabætur brýnar.

Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Kynningarskýrsla