Kynningargögn

Hringvegur um Þvottár- og Hvalnesskriður

Kynning framkvæmda

3.9.2007

Vegagerðin fyrirhugar að endurbæta 4,2 km langan vegarkafla á Hringvegi, vegnúmer 1, um Þvottár- og Hvalnesskriður í Djúpavogshreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði, Suður-Múlasýslu.

Veglína helst að mestu óbreytt og er framkvæmdin að mestu leyti innan núverandi vegstæðis. Vegurinn verður lagður samkvæmt vegtegund C2 sem er 6,5 m breiður vegur með 6,3 m breiðri akbraut og bundnu slitlagi. Malaraxlir verða 0,1 m. Slitlag verður breikkað í beygjum þar sem radíus er 400 m eða minni. Þá verða axlir breikkaðar þar sem sett verða vegrið eða grjótkassar.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist haustið 2007 og á þeim að vera lokið fyrir 1. september 2008.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar bætt umferðaröryggi vegfarenda.

Kynningarskýrsla

Yfirlitsmynd

Kennisnið