Kynningargögn

Norðfjarðarvegur (92) um Hólmaháls

Tilkynning framkvæmdar

5.12.2006

Vegagerðin fyrirhugar að endurbyggja Norðfjarðarveg, vegnúmer 92, um Hólmaháls á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Núverandi vegur er frekar mjór og hlykkjóttur með bröttum brekkum.

Um er að ræða 5,1 km langan kafla.

Byggður verður nýr vegur utan vegsvæðis núverandi vegar, nema til endanna þar sem vegurinn tengist aftur inn á núverandi Norðfjarðarveg og þar sem vegurinn þverar núverandi veg í Hólmahálsi Reyðarfjarðarmegin.

Vegurinn liggur um jörðina Hólma og friðlandið í Hólmanesi sem er í eigu ríkisins, fólkvanginn í Hólmanesi og suðurströnd Eskifjarðar sem er í eigu Fjarðabyggðar.

Áætlað er að framkvæmdir verði á árunum 2008-2009.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta vegasamband á Norðfjarðarvegi innan Fjarðabyggðar. Markmiðið er að auka umferðaröryggi og tryggja greiðari samgöngur á Austurlandi.

Norðfjarðarvegur um Hólmaháls - Kynningarskýrsla (2,2,MB)

Norðfjarðarvegur um Hólmaháls - Viðauki A -Kort og myndir (6,3 MB)

Norðfjarðarvegur um Hólmaháls - Viðauki B - Skýrslur og greinargerðir (3,8 MB)

Norðfjarðarvegur um Hólmaháls - Viðauki C - Bréf (149 KB)

Norðfjarðarvegur um Hólmaháls - Viðauki D - Þversnið (477 KB)