Kynningargögn

Upphéraðsvegur (931), Fellabær - Ekkjufell

Tilkynning framkvæmdar

8.8.2006

Vegagerðin fyrirhugar að breyta legu Upphéraðsvegar (vegnúmer 931) á milli Fellabæjar og Ekkjufells. Nýr vegur verður lagður á um 1,6 km löngum kafla og mun tenging við Hringveg (vegnúmer 1) vera 230 m norðar en núverandi tenging. Breytingin er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Fellahrepps [nú Fljótsdalshérað].

Framkvæmdasvæðið liggur um lönd Fljótsdalshéraðs, Helgafells, Skipalækjar og Ekkjufells. Áætlað er að framkvæmdir hefjist haustið 2006 og ljúki á næsta ári.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfið en að með henni muni umferðaröryggi aukast á þessum kafla.

Upphéraðsvegur (931), Fellabær - Ekkjufell - Kynningarskýrsla

Upphéraðsvegur (931), Fellabær - Ekkjufell - Yfirlitsmynd

Upphéraðsvegur (931), Fellabær - Ekkjufell - Grunnmynd

Upphéraðsvegur (931), Fellabær - Ekkjufell - Vegur skv. skipulagi

Upphéraðsvegur (931), Fellabær - Ekkjufell - Bréf frá minjaverði