Kynningargögn

Hringvegur um Haugaá og Vatnsdalsá í Skriðdal

13.7.2006

Vegagerðin fyrirhugar að enduruppbyggja um 4,3 km langan kafla af Hringvegi í Skriðdal og setja ræsi í Haugaá og Vatnsdalsá í stað einbreiðra brúa sem þar eru í dag.

Framkvæmdarsvæðið er á Hringvegi, vegnúmer 1, um 36 km sunnan við Egilsstaði. Vegurinn verður endurbyggður frá Haugaá og að norðurenda Skriðuvatns. Ræsi verður sett í Vatnsdalsá 200 m neðar í ánni en núverandi brú er og verður vegurinn færður til á um 0,7 km kafla. Einnig verður varasöm beygja við norðurenda Skriðuvatns lagfærð. Með framkvæmdinni munu tvær einbreiðar brýr og hættulegar beygjur hverfa.

Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi á Hringvegi í Skriðdal og tryggja greiðari samgöngur. Vegurinn verður 7,5 m breiður með 7,3 m breiðri klæðingu.