Frekari upplýsingar

Viðgerð á Lagarfljótsbrú

24.10.2019

Vegagerðin er að byrja á viðgerðum á gólfi brúar yfir Lagarfljót.  Ætlunin er að skipta út slitgólfi og neðra gólfi eftir þörfum.   Á meðan framkvæmdum stendur verður brúin einbreið á þeim kafla sem verið er að vinna á og umferð verður ljósastýrð.  Áætlað er að skipta um 20-50 m lengd af gólfi í einu og færa sig þannig eftir brúnni.  Verktími er háður veðurfari og getur dregist fram á mitt sumar.  Hugsanlegt er að verkið stöðvist yfir hörðustu vetrarmánuði og verður þá brúin tvíbreið á meðan. 

Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi og taka tillit til aðstæðna.