Frekari upplýsingar

Framkvæmdir á Grindavíkurvegi

4.7.2019

Vegagerðin hefur gefið heimild til að framkvæma verkið ”Grindavíkurvegur (43), framúrakstursreinar”.

Nú eru hafnar framkvæmdir við breikkun og endurbætur á Grindavíkurvegi á tveimur aðskildum vegköflum.

Framkvæmdasvæði verktaka á nyrðri vegkafla hefst við gatnamót hjá Seltjörn og verkmörk á syðri vegkafla framkvæmda eru við gatnamót hjá Bláalónsvegi. Hvor vegkafli er tæplega tveir km að lengd.

Framkvæmdum er skipt upp í nokkra áfanga og unnið verður við hlið annarrar akreinar vegar í einu á afmörkuðu svæði.  Þrengt verður að umferð ökutækja í gegnum vinnusvæði vegar og hámarkshraði lækkaður á meðan á framkvæmdum stendur.

Viðeigandi vinnusvæðamerkingar eru uppsettar meðan á framkvæmd stendur, samkvæmt samþykktri merkingaráætlun.

Áætluð verklok eru 1. nóvember 2019

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar, - hraðatakmarkanir og sýna aðgát við akstur í gegnum vinnusvæði. Starfsmenn og tæki verktaka verða að vinna mjög nálægt akbrautum en takmarka þarf breidd þeirra á framkvæmdatíma ”