Frekari upplýsingar

Bústaðavegur (418) - Lenging fráreinar og breikkun rampa

30.8.2019

Framkvæmdir eru hafnar við breytingar - og breikkun fráreinar til austurs við hlið syðri akreina á Bústaðavegi, þ.e. milli Suðurhlíðar og Kringlumýrarbrautar.  Á þessum kafla verður annarri akrein fyrir umferð til austurs um Bústaðaveg lokað  tímabundið, á meðan á framkvæmdinni stendur. Einnig verður unnið við umferðarljós og breytingar á  akreinum akstursrampa Bústaðavegar, til suðurs að Kringlumýrarbraut  (Hafnarfjarðarvegi (40)).

Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði nú í haust og eru verklok áætluð 15. nóvember 2019. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um vinnusvæðið“