Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 9.7.2018

9.7.2018 13:33

Ábendingar frá veðurfræðingi 9. júlí kl 07.30

Litur: Gulur

Enn verður hvasst á landinu, nú með S- og SV-átt, sérstaklega um norðvestanvert landið og á hálendinu. Frá Snæfellsnesi vestur um og norður í Eyjafjörð verður stormur, 18-23 m/s frá hádegi og fram á nótt. Snarpir strengir verða einkum á fjallvegunum og eins staðbundið á láglendi. Síðdegis og í kvöld er reiknað með sandfoki norðan Vatnajökuls og á Möðrudalsöræfum.

Framkvæmdir

Mánudaginn 9. júlí verður unnið að því  að malbika fjóra kafla á Hafnarfjarðarvegi, frá skógræktinni í Fossvogi og að Arnarneshæð. Unnið er á einni akrein í einu og má búast við lítilsháttar umferðartöfum á meðan á framkvæmd stendur. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli 09.00 og 19:00.

Á mánudagskvöld, 9. júlí er stefnt að því að malbika Reykjanesbraut á 200 metra kafla ca. 3 km sunnan við álverið, í suðurátt. Umferð verður stýrt og búast má við umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi milli 19:00 og 22:30.


Þriðjudaginn 10. júlí er stefnt að því að malbika akreinar á Gullinbrú. Þrengt verður í eina akrein á meðan framkvæmdum stendur og búast má við lítilsháttar umferðartöfum.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 og 17:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.


Lokanir í jarðgöngum undir Breiðadalsheiði

Vegna vinnu við vatnsvarnir verður Breiðadalsleggur (til/frá Önundarfirði) lokaður yfir nóttina virka daga, frá miðnætti  til kl. 7:00. - Óljóst er hversu langan tíma þetta tekur en reikna má með eitthvað fram júlí. Þetta hefur ekki áhrif á umferð milli Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar.

Vegna sérstakra aðstæðna er hlé á framkvæmdum í nokkra daga en næsta áætlaða lokun er aðfaranótt þriðjudagsins 10. júlí.

Hálendisvegir

Hálendisvegir eru óðum að opnast en engu að síður er enn akstursbann á allmörgum hálendisvegum og slóðum sem eru mjög viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Rétt er að ítreka að það er lögbrot að fara inn á veg sem merktur er með skiltinu allur akstur bannaður. Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.