Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 7.3.2018

7.3.2018 19:41

Lokað

Lokað er um Fjarðarheiði og verður svo til morguns.

Færð og aðstæður

Vegir eru greiðfærir á Suður- og Suðvesturlandi, og á Vesturlandi eru víðast aðeins hálkublettir eða vegir alveg auðir. Þó er hálka á Svínadal.

Hálka eða hálkublettir er allvíða á Vestfjörðum einkum á norðanverðum fjörðunum og í Djúpinu.

Á Norðurlandi eru vegir að miklu leyti auðir austur í Skagafjörð en þar fyrir austan hefur éljað og er víðast  hálka eða snjóþekja.

Eins er hálka eða snjóþekja á flestum vegum á Austurlandi en vegir með suðausturströndinni eru hins vegar mikið til auðir frá Höfn suður um.

Skemmdir á slitlagi

Eftir veðurfarið að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.