Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 7.12.2017

7.12.2017 14:46

Lokanir

Lokað er um þjóðveg 1 í Hamarsfirði vegna veðurs.

Ábendingar frá veðurfræðingi kl: 14:00

Litur gulur.

Hvöss norðvestanátt með éljalofti og skafrenningi frá Höfn til norðurs að Vopnafirði. Hvassast er í Hamarsfirði, en blint getur verið á köflum í skafrenningi á fjallvegum á Austfjörðum og Austurlandi.

Færð og aðstæður

Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Suður- og Vesturlandi og skafrenningur á fjallvegum.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum, sumstaðar skafrenningur. Ófært er norður í Árneshrepp. 

Hálka eða hálkublettir eða snjóþekja er á vegum  á Norður- og Norðausturlandi og víða éljagangur og skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Siglufjarðarvegi. Þungfært er á Hólasandi og Dettifossvegur er ófær.

Það er hálka eða snjóþekja á vegum á Austurlandi og víða él og skafrenningur á fjallvegum. Snjóþekja og stórhríð er á Fagradal, Þæfingsfærð, skafrenningur og stórhríð er á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði. Mjög hvasst er í Hamarsfirði og ekkert ferðaveður og er því lokað þar, hvassviðri er svo bara almennt á Austfjörðum. Snjóþekja eða hálka er með suðausturströndinni og mjög hvasst og sumstaðar skafrenningur.

Vinna á Miklubraut í dag 7. des.

Unnið er í dag þriðjudaginn 7. desember frá kl. 09:15 og fram eftir degi við að taka niður öryggisgirðingar á Miklubraut milli Réttarholtsvegar og Grensásvegar.

Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

Tafir

Það verða tafir á vegi 31 Skálholtsvegi við Hvítárbrú við Iðu 7. desember frá kl.16:00 til 19:00

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.