Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 7.11.2018

7.11.2018 21:52

Færð og aðstæður

Vesturland: Það eru hálkublettir á Laxárdalsheiði en þoka á Holtavörðuheiði, Laxárdalsheiði og á Fróðárheiði.

Vestfirðir: Hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum. Dynjandisheiði er enn ófær.

Norðurland: Þar eru hálkublettir á nokkrum leiðum. Þoka er á Öxnadalsheiði, Þverárfjalli og í Hrútafirði. 

Norðausturland: Hálka eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum og þoka á flestum fjallvegum.

Austurland: Þar eru víða hálkublettir en hálka á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi. 

Umferðartafir á Öxnadalsheiði 

Vegna vinnu við þjóðveg 1 um Öxnadalsheiði verða umferðartafir þar fimmtudaginn 8.nóv frá klukkan 11:00 í 3 – 4 tíma.

Framkvæmdir á Grindavíkurvegi

Það standa yfir framkvæmdir á Grindavíkurvegi, milli afleggjara að Seltjörn og Bláa Lónsins. Verið er að breikka veginn og þarf á hluta framkvæmdatímans að mjókka hann töluvert. Unnið er á einni akrein í einu og umferðarhraði tekinn niður. Búast má við einhverjum umferðartöfum en áætluð verklok eru í árslok 2018.

Framkvæmdir á Esjumelum

Verið er að byggja hringtorg á Esjumelum við Norðurgrafarveg og auk þess er unnið þar að undirgöngum fyrir gangandi ásamt tilheyrandi  vega- og stígagerð. Umferð um Vesturlandsveg er beint um hjáleið framhjá vinnusvæðinu. Hámarkshraði um framkvæmdasvæðið er 50 km/klst.

Aukin þjónusta á Hrafnseyrarheiði

Vegna framkvæmda við Dýrafjarðargöng verður tímabundið aukin vetrarþjónusta á Hrafnseyrarheiði í tvær til þrjár vikur. Á Dynjandisheiði verður minni þjónusta. Vegfarendur eru beðnir um að athuga færðarskráningu áður en lagt er af stað.

Hálendið

Engin þjónusta er á hálendisvegum á þessum árstíma og færð þar er ekki könnuð. Vegfarendur eru beðnir að hafa það í huga áður en farið er inn á hálendið.