Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 29.6.2018

29.6.2018 12:46

Framkvæmdir

Í dag, föstudaginn 29. júní  er stefnt á að fræsa Njarðarbraut frá hringtorgi við Þjóðbraut að Hafnarbraut í Reykjanesbæ. Kaflanum verður lokað og hjáleiðir merktar. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 og 17:00

Einnig er í dag stefnt á að malbika hringtorg ásamt báðum akreinum á Keflavíkurvegi, frá hringtorgi við Njarðargötu og til og með hringtorgi við Hafnargötu. Kaflanum verður lokað og hjáleiðir merktar. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl 9.00 og fram eftir degi.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Hólmavíkurrall BÍKR - tímabundnar lokanir

Laugardaginn 30. júní verða tímabundnar lokanir á eftirtöldum leiðum:
  • Þorskafjarðarheiði frá 07.00 til 09.50 og aftur frá 13.00 til 16.30.
  • Vatnsfjarðarnes frá 07.00 til 11.50.
  • Eyrarfjall (Hestakleif) frá 09.00 til 13.00.
  • Kaldrananes frá kl 13.20 til 17.10.

Wow cyclothon hjólreiðakeppni

Wow Cyclothon er nú hafin og verður hjólað réttsælis um landið næstu daga.  Síðustu keppendur klára hringinn kl. 19.00 laugardaginn 30. júní. Vegfarendur á hringvegi eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitsemi gagnvart hjólreiðafólki og fylgdarliði meðan á keppni stendur.

Lokanir í jarðgöngum undir Breiðadalsheiði

Vegna vinnu við vatnsvarnir verður Breiðadalsleggur (til/frá Önundarfirði) lokaður yfir nóttina virka daga, frá miðnætti  til kl. 7:00. - Óljóst er hversu langan tíma þetta tekur en reikna má með megninu af júní. Þetta hefur ekki áhrif á umferð milli Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar.

Hálendisvegir

Hálendisvegir eru óðum að opnast en engu að síður er enn akstursbann á allmörgum hálendisvegum og slóðum sem eru mjög viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Rétt er að ítreka að það er lögbrot að fara inn á veg sem merktur er með skiltinu allur akstur bannaður. Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.