Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 27.2.2018

27.2.2018 9:57

Færð og aðstæður

Greiðfært er á Suður- og Vesturlandi. Þoka er á Hellisheiði og Þrengslum eins er þoka á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum eru víðast hvar greiðfært en eitthvað um hálkubletti á fjallvegum. Þoka er á Mikladal og Kleifaheiði.

Á Norðurlandi, Austurlandi og Suðausturlandi eru vegir greiðfærir. 

Skemmdir á slitlagi

Í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður.

Vegfarendur á Austurlandi, á milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur eru varaðir við mögulegum slitlagsblæðingum og að slitlagskögglar sem brotna af bílum geta verið varasamir. Mikilvægt að draga úr hraða þegar bílar mætast. Skoðið dekkin áður en haldið er í langferð og hreinsið með dekkjahreinsi ef vart verður við tjöru.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 verið felldur úr gildi og ásþungi miðaður við 10 tonn í flestum landshlutum. Sjá nánar hér

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.