Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 26.7.2017

26.7.2017 5:31

Tafir á framkvæmdum við hringtorg við Ölfusárbrú

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hafa framkvæmdir við malbikun á hringtorgi við Ölfusárbrú tafist og verður ekki hægt að opna veginn aftur fyrr en milli 08.00 og 09.00 í dag miðvikudaginn 26. júlí. Umferð er á meðan beint um Eyrarbakkaveg og Þrengslaveg.

Framkvæmdir á Suðurlandsvegi

Aðfaranótt miðvikudags 26. júlí er unnið við malbikun á hringtorgi við Ölfusárbrú á Selfossi. Ölfusárbrú ásamt hringtorgi verður lokað fyrir alla umferð og verður umferð beint um Eyrarbakkaveg og Þrengslaveg. Áætlað var að framkvæmdirnar stæðu yfir frá kl. 00:00 til kl. 06:00 en nú er ljóst að verkið klárast ekki fyrr en milli 08.00 og 09.00.

Miðvikudaginn 26. júlí er stefnt að því að malbika aðra akreinina á Suðurlandsveg frá hringtorgi við Toyota á Selfossi í áttina að Biskupstungnabraut. Akreininni verður lokað og verður umferð stýrt framhjá. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 07:00 til kl. 12:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akbrautum.

Viðhaldsframkvæmdir

Vegagerðin varar við töluverðum viðhaldsframkvæmdum á Hringvegi frá Borgarnesi að Laugabakka í Miðfirði næstu daga. Vegfarendur geta búist við umferðarstýringu við framkvæmdasvæðið með 10-15 mínútna bið í senn.

Einnig er unnið við blettanir í Dölunum.

Vegfarendur eru beðnir að aka varlega um nýlögð svæði, virða stöðvunarskyldu og hraðatakmarkanir á vinnusvæðum til að lágmarka umferðartafir og tjón vegna steinkasts.


Framkvæmdir á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi 

Unnið er við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Umferð fer á kafla um hjáleið á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar. Leyfður umferðarhraði þar er 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð á Reykjanesbraut í skamman tíma, allt að þrisvar sinnum á dag.

Einnig er verið að byggja nýtt hringtorg á  Krýsuvíkurvegi (42), en um er að ræða gatnatengingar að Dofrahellu og Ásvallabraut (Klukkutorg).  Í upphafi verður unnið meðfram Krýsuvíkurvegi (42) og síðar í sumar verður umferð færð yfir á hjáleið við hlið framkvæmdasvæðis. Gert er ráð fyrir að hringtorgið verði tekið í notkun 1. september 2017.

Þar að auki er unnið að gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut (41), annars vegar við Aðalgötu og hins vegar við Þjóðbraut. Ökuhraði er lækkaður á framkvæmdasvæðinu og búast má við einhverjum töfum. Verkinu á að ljúka í september.

Vaðlaheiðarvegur

Vaðlaheiðarvegur 832 hefur verið opnaður að hluta, þ.e. 12 km kafli upp úr Eyjafirði en vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng í Fnjóskadal er ekki hægt að láta umferð fara um vinnusvæðið við Skóga, því er veginum lokað við Ytra Nesgil. Öll umferð upp úr Fnjóskadal er því bönnuð.

Hálendiskort

Sjá hér