Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 26.6.2018

26.6.2018 11:06

Framkvæmdir

Í dag, þriðjudaginn 26. júní, er unnið að því að fræsa hringtorg í Grindavík við Gerðavelli og báðar akreinar á Víkurbraut sunnan við hringtorgið. Veginum og hringtorginu verður lokað og hjáleiðir merktar. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum milli kl. 09:00 og kl. 14:00.

Einnig er í dag unnið að því að malbika milli hringtorga við Innnesveg og svo aðra akrein á Innnesvegi í framhaldi af því. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum milli kl. 08:00 og 20:00.


Miðvikudaginn 27. júní er stefnt að því að malbika aðra akrein á Innnesvegi á Akranesi og verður veginum lokað og hjáleiðir merktar. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 08:00 til kl. 20:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Wow cyclothon hjólreiðakeppni

Wow Cyclothon  byrjar í dag, þriðjudaginn 26. júní, kl. 15.00 í Reykjavík og verður hjólað réttsælis um landið næstu daga. Síðustu keppendur klára hringinn kl. 19.00 laugardaginn 30. júní. Vegfarendur á hringvegi eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitsemi gagnvart hjólreiðafólki og fylgdarliði meðan á keppni stendur.

Lokanir í jarðgöngum undir Breiðadalsheiði

Vegna vinnu við vatnsvarnir verður Breiðadalsleggur (til/frá Önundarfirði) lokaður yfir nóttina virka daga, frá miðnætti  til kl. 7:00. - Óljóst er hversu langan tíma þetta tekur en reikna má með megninu af júní. Þetta hefur ekki áhrif á umferð milli Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar.

Hálendisvegir

Hálendisvegir eru óðum að opnast en engu að síður er enn akstursbann á allmörgum hálendisvegum og slóðum sem eru mjög viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Rétt er að ítreka að það er lögbrot að fara inn á veg sem merktur er með skiltinu allur akstur bannaður. Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.