Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 26.4.2017

26.4.2017 9:37

Færð og aðstæður

Það er greiðfært á Suður- og Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er víðast greiðfært. hálka og þoka er á Hrafnseyrarheiði og krapi í Trostansfirði en þæfingur á Dynjandisheiði.  Þoka er á fjallvegum á sunnanverðum fjörðunum.

Vegir á Norðurlandi eru víðast auðir.

Greiðfært er á Austur- og Suðausturlandi. Hálka er á  Mjóafjarðarheiði.

Hvalfjarðargöng næturlokanir

Vegna viðhalds og þrifa verða göngin lokuð:

Frá miðnætti að kvöldi miðvikudags 26. apríl til kl. 6 að morgni fimmtudags 27. apríl.

Frá miðnætti að kvöldi fimmtudags 27. apríl til kl. 6 að morgni föstudags 28. apríl

Umferðartafir á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar

Vinna er hafin við gerð mislægra vegamóta Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og Krýsuvíkurvegar.

Vegna framkvæmdanna þarf að takamarka umferðarhraða á framkvæmdasvæðinu og færa hann niður í 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð um vinnusvæðið á Reykjanesbraut í skamman tíma, allt að þrisvar sinnum á dag. Umferð verður stöðvuð í 2-3 mínútur í senn af þessum sökum.

Vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við vinnusvæðið.

Lokun Eyravegs á Selfossi

Gatnamót Eyravegar og Kirkjuvegar á Selfossi eru lokuð vegna lagnaframkvæmda frá 24. apríl og stendur lokunin í allt að 6 vikur. Umferð er vísað á hjáleið um Tryggvagötu á meðan framkvæmdum stendur

Sjá nánar hér.

Þungatakmarkanir

Enn eru í gildi 7 tonna ásþungatakmarkanir á Bíldudalsvegi (63) milli Bíldudals og Dynjandisheiðar og  á Vestfjarðavegi (60) milli Flókalundar og Þingeyrar.

Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru um miðjan júní.