Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 25.4.2017

25.4.2017 7:36

Færð og aðstæður

Það er greiðfært á Suðurlandi en á Vesturlandi er hálka á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði og  krapi á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum eru sumstaðar hálkublettir eða hálka á heiðum og hálsum en greiðfært að mestu á láglendi. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði eftir nóttina. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði en Dynjandisheiði er enn ófær. Snjóþekja er norður í Árneshrepp.

Vegir á Norðurlandi eru víðast auðir en þó eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum og snjóþekja á Dettifossvegi.

Greiðfært er að mestu á Austur- og Suðausturlandi en hálkublettir eru á Háreksstaðaleið og Fjarðarheiði.

Hvalfjarðargöng næturlokanir

Vegna viðhalds og þrifa verða göngin lokuð:

Frá miðnætti að kvöldi þriðjudags 25. apríl til kl. 6 að morgni miðvikudags 26. apríl.

Frá miðnætti að kvöldi miðvikudags 26. apríl til kl. 6 að morgni fimmtudags 27. apríl.

Frá miðnætti að kvöldi fimmtudags 27. apríl til kl. 6 að morgni föstudags 28. apríl

Umferðartafir á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar

Vinna er hafin við gerð mislægra vegamóta Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og Krýsuvíkurvegar.

Vegna framkvæmdanna þarf að takamarka umferðarhraða á framkvæmdasvæðinu og færa hann niður í 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð um vinnusvæðið á Reykjanesbraut í skamman tíma, allt að þrisvar sinnum á dag. Umferð verður stöðvuð í 2-3 mínútur í senn af þessum sökum.

Vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við vinnusvæðið.

Lokun Eyravegs á Selfossi

Lokun á þjóðvegi nr. 34 við gatnamót Eyravegar og Kirkjuvegar á Selfossi

Sjá nánar hér.

Þungatakmarkanir

Enn eru í gildi 7 tonna ásþungatakmarkanir á Bíldudalsvegi (63) milli Bíldudals og Dynjandisheiðar og Vestfjarðavegar (60) milli Flókalundar og Þingeyrar.

Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru um miðjan júní.