Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 25.3.2017

25.3.2017 16:50

Lokað um Steingrímsfjarðarheiði

Steingrímsfjarðarheiði er lokuð vegna veðurs, þar er éljagangur, mikill skafrenningur og blint. Fylgdarakstur verður úr Steingrímsfirði nú um fimmleytið og til baka frá Rauðamýri um hálftíma síðar. Óvíst er um frekari aðgerðir.

Færð og aðstæður

Vegir á Suður- og Vesturlandi eru greiðfærir.

Hálka, hálkublettir eða krapi er á nokkrum heiðum og hálsum á Vestfjörðum en nánast autt á láglendi. Lokað er um Steingrímsfjarðarheiði. Víða er hvasst.  

Á Norðurlandi er að mestu autt þótt hálkublettir eða snjóþekja séu á fáeinum útvegum. Sums staðar er hvasst.

Það er ýmist alveg autt eða aðeins hálkublettir á Austurlandi og vegur er auður með suðausturströndinni.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn frá  á eftirtöldum vegum: Vestfjarðavegi 60 frá Hringvegi 1 við Dalsmynni, Barðastrandarvegi 62, Bíldudalsvegi 63, Djúpvegi 61 að Flugvallarvegi Skutulsfirði, Laxárdalsheiði 59, Innstrandavegi 68 frá Borðeyri og á Drangsnesvegi 643.

Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru 15. júní 2017.