Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 24.9.2018

24.9.2018 10:07

Færð 

Hálkublettir eru á Dettifossvegi og Hellisheiði eystri en annars eru allar aðalleiðir á landinu eru greiðfærar.

Framkvæmdir

Mánudaginn 24. september hefst viðgerð á brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungumel og verður umferð af Vesturlandsvegi færð á hjáleið á meðan viðgerð stendur. Viðgerðin mun standa yfir í 4 daga.

Unnið er að breikkun og endurbótum á Grindavíkurvegi á tveimur aðskildum 2 km köflum. Unnið er á einni akrein í einu og umferðarhraði tekin niður. Búast má við einhverjum umferðartöfum. Áætluð verklok eru 31. desember 2018

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Hálendi

Víða á hálendinu er færð farin að spillast og vegfarendur beðnir að kanna aðstæður áður en farið er inn á hálendisvegi.

Framkvæmdir við Esjumela

Á næstu vikum verður unnið að byggingu hringtorgs og undirganga fyrir gangandi auk vega- og stígagerðar á Esjumelum við Norðurgrafarveg og verður umferð um Vesturlandsveg beint um hjáleið framhjá vinnusvæðinu. Hámarkshraði um framkvæmdasvæðið er 50 km/klst og eru ökumenn hvattir til að virða merkingar á vinnusvæðinu.

Þingvallavegur lokaður

Þingvallavegur (36) verður lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg (361) fram í október. Hjáleið er um Vallaveg (361) Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og því er umferð þar stýrt með ljósum. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september.