Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 24.3.2017

24.3.2017 15:10

Ábendingar frá veðurfræðingi 

Vakin er athygli á því að verulega getur munað um aðstæður til aksturs á láglendi og lægri fjallvegum og þeim hærri. Einkum á þetta við um Steingrímsfjarðarheiði og Öxnadalsheiði.  Hvessir í kvöld, en á leiðinni norður í land veður að mestu rigning eða slydda en dregið getur í skafla í kvöld á Öxnadalsheiði. Á Steingrímsfjarðarheiði má gera ráð fyrir snjókomu og dimmum skafrenningi frá því upp úr kl. 16 til 17 og fram undir miðnætti. 

Færð og aðstæður

Vegir á Suður- og Vesturlandi eru að mestu auðir.

Hálkublettir, hálka eða snjóþekja er á fjallvegum á Vestfjörðum en autt á láglendi.

Á Norðurlandi vestra er sums staðar nokkur hálka á útvegum.
Snjóþekja er á Öxnadalsheiði en hálkublettir á Víkurskarði og Mývatnsöræfum.

Það er snjóþekja á Vopnafjarðarheiði og hálka á Möðrudalsöræfum. Aðalleiðir á Austurlandi eru þó víðast auðar eða aðeins í hálkublettum. Vegur er einnig auður með suðausturströndinni.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn frá  á eftirtöldum vegum: Vestfjarðavegi 60 frá Hringvegi 1 við Dalsmynni, Barðastrandarvegi 62, Bíldudalsvegi 63, Djúpvegi 61 að Flugvallarvegi Skutulsfirði, Laxárdalsheiði 59, Innstrandavegi 68 frá Borðeyri og á Drangsnesvegi 643.

Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru 15. júní 2017.