Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 23.4.2017

23.4.2017 18:28

Færð og aðstæður

Það er greiðfært um sunnanvert landið.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en annað er autt.

Á Vestfjörðum eru sums staðar hálkublettir á heiðum og hálsum en greiðfært að mestu á láglendi. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.  Þæfingsfærð er úr Bjarnarfirði í Gjögur.

Vegir á Norðurlandi eru víðast auðir þótt hálkublettir séu á fáeinum köflum.

Það er hálka og skafrenningur á Möðrudalsöræfum og eins á Fjarðarheiði en annars eru vegir á Austurlandi ýmist aðeins með hálkublettum eða alveg auðir.

Hvalfjarðargöng næturlokanir

Vegna viðhalds og þrifa verða göngin lokuð:

Frá kl. 22 að kvöldi mánudags 24. apríl til kl. 6 að morgni þriðjudags 25. apríl.

Frá miðnætti að kvöldi þriðjudags 25. apríl til kl. 6 að morgni miðvikudags 26. apríl.

Frá miðnætti að kvöldi miðvikudags 26. apríl til kl. 6 að morgni fimmtudags 27. apríl.

Frá miðnætti að kvöldi fimmtudags 27. apríl til kl. 6 að morgni föstudags 28. apríl


Tafir á Klettshálsi

Einhverjar tafir geta orðið á umferð um Klettsháls núna fram eftir degi meðan unnið er að því að ná upp flutningabíl sem fór þar útaf í liðinni viku.

Umferðartafir á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar

Vinna er hafin við gerð mislægra vegamóta Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og Krýsuvíkurvegar.

Vegna framkvæmdanna þarf að takamarka umferðarhraða á framkvæmdasvæðinu og færa hann niður í 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð um vinnusvæðið á Reykjanesbraut í skamman tíma, allt að þrisvar sinnum á dag. Umferð verður stöðvuð í 2-3 mínútur í senn af þessum sökum.

Vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við vinnusvæðið.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir á köflum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Víðast er um að ræða 10 tonna ásþungatakmarkanir en þó er ásþungi takmarkaður við 7 tonn á Bíldudalsvegi (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi (60) við Helluskarð og á Vestfjarðavegi (60) frá Flókalundi að Þingeyri.

Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru um miðjan júní.