Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 23.3.2017

23.3.2017 11:38


Ábendingar frá veðurfræðingi

Búast má við snörpum vindhviðum (allt að 30 m/s) við fjöll SV-til s.s. á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli fram eftir degi í dag. Einnig má búast við stormi eða roki og vindhviðum allt að 35 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi og víðar á NV-verðu landinu fram eftir degi.
Í kvöld snýst í hvassa suðvestanátt með éljum og takmörkuðu skyggni til fjalla á vestanverðu landinu.

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á Mosfellsheiði en vegir á Suðurlandi eru víða að verða auðir en þó er ennþá krapi á nokkrum útvegum.  Þungfært er á Krísuvíkurvegi.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum en snjóþekja og skafrenningur á Bröttubrekku. Snjóþekja og skafrenningur er einnig á Holtavörðuheiði og slæmt skyggni. Hvasst er undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru á vegum á Vestfjörðum  og víða skafrenningur á fjallvegum.

Það er hálka eða  hálkublettir á vegum á Norðurlandi og víða skafrenningur. Vegna hlýnandi veðurs er aukin snjóflóðahætta á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla.

Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru með suðausturströndinni og víða éljagangur.


Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru 15. júní 2017.