Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 23.3.2017

23.3.2017 8:21

Færð og aðstæður

Það er mjög hvasst á Sandskeiði og hálkublettir. Snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði, Þrengslum og á Mosfellsheiði. Snjóþekja er einnig á flestum leiðum á Suðurlandi, allt austur að Þjórsá.

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum en þæfingsfærð og skafrenningur á Bröttubrekku. Nú er mjög hvasst og slæmt skyggni á Holtavörðuheiði einnig hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Ófært er á Fróðárheiði.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru á vegum á Vestfjörðum  og víða skafrenningur á fjallvegum. Þungfært er á Klettshálsi en unnið að hreinsun.

Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra en á Norðausturlandi er autt á köflum eða hálkublettir. Skafrenningur er á Víkurskarði og á vegum í kringum Mývatn. Hálka og skafrenningur er á  Hófaskarði.

Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Hálkublettir eða snjóþekja er með suðausturströndinni.


Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru 15. júní 2017.