Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 22.9.2018

22.9.2018 12:36

Færð

Hálkublettir eru á Bröttubrekku, Þverárfjalli og Vatnsskarði. 

Hálka eða hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum á Norðaustur- og Austurlandi. Þungfært er á Hellisheiði eystri en þæfingsfærð á Mjóafjarðarheiði.

Hálendi

Víða á hálendinu er færð farin að spillast og vegfarendur beðnir að kanna aðstæður áður en farið er inn á hálendisvegi.

Framkvæmdir við Esjumela

Á næstu vikum verður unnið að byggingu hringtorgs og undirganga fyrir gangandi auk vega- og stígagerðar á Esjumelum við Norðurgrafarveg og verður umferð um Vesturlandsveg beint um hjáleið framhjá vinnusvæðinu. Hámarkshraði um framkvæmdasvæðið er 50 km/klst og eru ökumenn hvattir til að virða merkingar á vinnusvæðinu.

Þingvallavegur lokaður

Þingvallavegur (36) verður lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg (361) fram í október. Hjáleið er um Vallaveg (361) Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og því er umferð þar stýrt með ljósum. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september.