Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 22.4.2017

22.4.2017 10:48

Færð og aðstæður

Það er að mestu greiðfært á Suður- og Vesturlandi en hálka er á Holtavörðuheiði og hálkublettir eru á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum eru víða hálka eða hálkublettir á heiðum og hálsum en greiðfært að mestu á láglendi. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en vegna snjóflóðahættu verður ekki mokað fyrr en eftir helgi. 

Vegir á Norðurlandi vestra eru nú óðum að verða auðir en þó er hálka á Þverárfjalli en hálkublettir eru á  Vatnsskarði. Hálkublettir og éljagangur er á Öxnadalsheiði.  Á Norðausturlandi er greiðfært í Eyjafirði en þar fyrir austan eru hálkublettir eða snjóþekja á nokkrum köflum. Hálka er á Dettifossvegi.

Það er að mestu greiðfært á Austurlandi en þó eru hálkublettir á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni.

Umferðartafir á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar

Vinna er hafin við gerð mislægra vegamóta Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og Krýsuvíkurvegar.

Vegna framkvæmdanna þarf að takamarka umferðarhraða á framkvæmdasvæðinu og færa hann niður í 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð um vinnusvæðið á Reykjanesbraut í skamman tíma, allt að þrisvar sinnum á dag. Umferð verður stöðvuð í 2-3 mínútur í senn af þessum sökum.

Vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við vinnusvæðið.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir á köflum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Víðast er um að ræða 10 tonna ásþungatakmarkanir en þó er ásþungi takmarkaður við 7 tonn á Bíldudalsvegi (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi (60) við Helluskarð og á Vestfjarðavegi (60) frá Flókalundi að Þingeyri.

Borgarfjarðarbrú

Hlé var gert á vinnu við Borgarfjarðarbrú um páskana og verða báðar akreinar opnar til 23. apríl. Athugið að framkvæmdum er ekki lokið og akreinar eru ekki í fullri vegbreidd. Umferðarstýring er á gulu blikki og hraði takmarkaður við 30 km/klst.  Vinna hefst að nýju mánudaginn 24. apríl.