Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 22.3.2017

22.3.2017 13:42

Færð og aðstæður

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Mikið hefur tekið upp á Suðurlandi en þó eru hálkublettir, hálka eða snjóþekja á köflum, einkum á útvegum. 

Eins er lítið orðið eftir af hálku á Vesturlandi, þar eru víðast aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg autt. Nokkur hálka er á vegum á Vestfjörðum en snjóþekja  á Ströndum norðan Steingrímsfjarðar.

Aðalleiðir á Norðurlandi eru ýmist auðar eða með hálkublettum en ívið meiri hálka er á fáfarnari vegum.

Það er hált á köflum á Austurlandi en með ströndinni suður um er hálka óveruleg.

Héðinsfjarðargöng

Enn er verið að vinna í Héðinsfjarðargöngum og má því búast við minni háttar töfum þar til kl. fjögur í dag.

Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru 15. júní 2017.