Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 20.1.2019

20.1.2019 19:34

Lokað

Búið er að loka veginum um Hafnarfjall,  Kjalarnes vegna veðurs og eins er lokað yfir Hellisheiði ,Þrengsli og Mosfellsheiði og ekkert ferðaveður.

Ábending frá veðurfræðingi

20. jan. kl. 10:00 - Gul viðvörun

Skil með SA- hvassviðri og úrkomu fara hratt NA yfir landið í kvöld og nótt.  Hlánar á láglendi á Höfuðborgarsvæðinu, en á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands er spáð hríð, skafrenningi og slæmu skyggni frá kl. 18 og 21. Eins í kvöld í uppsveitum Suðurlands.

Færð og aðstæður

Höfuðborgarsvæðið:  Hálka eða hálkublettir eru á öllum stofnbrautum.

Suðvesturland: Hálkublettir er á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi. Lokað er á Hellisheiði, Sandskeiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Hálka eða snjóþekja á öðrum leiðum.

Vesturland: Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en hálka og snjóþekja á öðrum leiðum og þó nokkur éljagangur. Skafrenningur er á Vatnaleið og lokað á  Fróðárheiði.

Vestfirðir: Snjóþekja og hálka og eitthvað um éljagang.  

Norðurland: Vetrarfærð, snjóþekja, hálka eða hálkublettir og eitthvað um éljagang.

Norðausturland: Hálka og töluverður skafrenningur. Þungfært er á Hólasandi.

Austurland: Hálka er á Héraði. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra en hálkublettir eru með ströndinni.

Suðausturland: Hálka, hálkublettir og eitthvað um éljagang.

Suðurland: Hálka, snjóþekja og éljagangur. 

Framkvæmdir á Suðurlandsvegi

Vegna vinnu við að breikka Hringveginn er hámarkshraði takmarkaður við 70 km/klst á um 3 km kafla frá Hveragerði austur að Kotstrandarkirkju.

Á afmörkuðum svæðum við Varmá og austur fyrir gatnamót að Ölfusborgum er hámarkshraði takmarkaður við 50 km/klst. Einnig á vestri enda Hvammsvegar við gatnamót Hringvegar. Framúrakstur er bannaður á framkvæmdasvæði. - Áætluð verklok eru 1. mars nk.

Fjaðrárgljúfur lokað

Vakin er athygli á að Umhverfisstofnun hefur lokað Fjaðrárgljúfri en lokunin verður endurskoðuð ekki síðar en 23. janúar. Þetta er gert bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Bílastæðið er einnig lokað og ekki er hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið.

Vaðlaheiðargöng

Leiðbeiningar um verð og greiðsluleiðir er að finna á vefnum https://www.veggjald.is/