Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 18.7.2018

18.7.2018 12:25

Umferðarstýring á Þingvöllum

Upplýsingar um umferðarstjórnun vegna hátíðarfundar Alþingis 18. júlí á Þingvöllum, sjá nánar hér

Malbikun

Verið er að malbika á milli Fellabæjar og Egilsstaða í dag 18. júlí, umferða er stýrt um svæðið. Vegfarendur eru beðnir að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið.

Framkvæmdir, vegavinna og umferð

Það hefur stundum verið gagnrýnt hve mikið sé um hvers kyns framkvæmdir og viðhald á vegakerfinu yfir hásumarið, einmitt þegar sumarfrí og ferðamennska standa sem hæst. Við íslenskar aðstæður þarf að nýta þann árstíma þegar helst er hægt að athafna sig en hitt er rétt að vinna á vegum fer illa saman við mikla umferð. Þess vegna er ákaflega brýnt að vegfarendur virði allar merkingar. Hraðatakmarkanir eru forsenda þess að hægt sé að tryggja öryggi starfsmanna og vegfarenda, auk þess að fara betur með bíla og tæki.

Lokun á Ölfusárbrú við Selfoss

Vegna viðgerða verður brúin yfir Ölfusá lokuð í viku um miðjan ágúst. Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.