Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 17.10.2017

17.10.2017 6:47

Færð

Á Norðurlandi eru hálkublettir á Öxnadalsheiði, Víkurskarði, Mývatns og Möðrudalsöræfum, Vatnsskarði og Þverárfjalli. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir á vegum í kringum Ísafjörð, Klettshálsi og Þröskuldum. Á Austurlandi eru hálkublettir á Fjarðarheiði. 

Lokun á Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöng verða lokuð fyrir umferð í tvær nætur í þessari viku (42. viku) vegna viðhalds og hreingerningar.

Lokað verður aðfaranætur miðvikudagsins 18. og fimmtudagsins 19. október frá miðnætti til kl. 6 að morgni.

Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda.

Framkvæmdir á Krýsuvíkurvegi 

Unnið er við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Umferð fer á kafla um hjáleið á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar. Leyfður umferðarhraði þar er 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð á Reykjanesbraut í stutta stund, allt að þrisvar sinnum á dag.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru nú flestir orðnir ófærir og allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á fjöllum vegna skemmda á vegi.