Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 16.1.2019

16.1.2019 7:12

Færð og aðstæður

Höfuðborgarsvæðið: Hálkublettir á flestum leiðum.

Suðvesturland: Hálka er í Þrengslum, á Hellisheiði en hálka eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum. Greiðfært er á Reykjanesbraut og á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er á Grafningsvegi efri.

Vesturland: Hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingsfærð er á Laxárdalsheiði og Skógarströnd en ófært er í Álftafirði.

Vestfirðir: Snjóþekja eða hálka á vegum og eitthvað um éljagang. Snjóþekja og éljagangur er á Steingrímsfjarðarheiði en þungfært á Þröskuldum. Mokstur er hafin á flestum leiðum.

Norðurland: Hálka eða snjóþekja á vegum og víða éljagangur. Þæfingsfærð og skafrenningur er í Héðinsfirði. Lokað er frá Ketilás að Siglufirði. Mokstur er hafin á flestum leiðum.

Norðausturland: Víða snjóþekja eða hálka og éljagangur eða skafrenningur. Þungfært er á Tjörnesi og á Vopnafjarðarheiði. Þæfingsfærð er á Hófaskarði, Hálsum og Sandvíkurheiði. Mokstur er hafin á flestum leiðum.

Austurland: Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Þæfingur frá Fáskrúðsfirði að Streiti en ófært þaðan að Hvalnesi en verið að moka einnig er ófært á Vatnsskarði eystra. Ófært er á  Breiðdalsheiði og Öxi.

Suðausturland: Hálka er frá Höfn og í Vík og skafrenningur við Kvísker.

Suðurland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum. Skafrenningur er á Lyngdalsheiði.

Fjaðrárgljúfur lokað

Vakin er athygli á að Umhverfisstofnun hefur lokað Fjaðrárgljúfri en lokunin verður endurskoðuð ekki síðar en 23. janúar. Þetta er gert bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Bílastæðið er einnig lokað og ekki er hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið.

Vaðlaheiðargöng

Leiðbeiningar um verð og greiðsluleiðir er að finna á vefnum https://www.veggjald.is/