Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 15.3.2018

15.3.2018 8:49

Færð og aðstæður

Vegir eru að heita má auðir um allt sunnanvert landið, frá Faxaflóa austur á Firði en syðst á landinu er varað við talsvert miklum slitlagsskemmdum.

Á Snæfellsnesi og í Dölum eru hálkublettir eða hálka á fáeinum vegum.  Eins eru víðast aðeins hálkublettir á Vestfjörðum en sums staðar er eitthvað meiri hálka á fjallvegum. Verið er að opna norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi er snjóþekja á Öxnadalsheiði og sums staðar eru hálkublettir eða hálka á vegum í Þingeyjarsýslum. Það er hált á köflum á Austurlandi og sums staðar krapi á vegum en autt með ströndinni suður um.

Skemmdir á slitlagi

Eftir veðurfarið að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum þarf sums staðar að takmarka ásþunga umfram það sem almennt gerist. Sjá nánar hér.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.