Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 14.12.2017

14.12.2017 10:00

Hreindýr á Austur og Suð-austurlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. 

Færð á vegum

Á Suður- og Suð-vesturlandi er víðast hvar hálka og hálkublettir.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Norðurlandi og éljagang er í Eyjafirði. Flughálka er í Langadal og  í Norðurárdal.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Austurlandi, snjóþekja og skafrenningur er á Vopnafjarðarheiði. Með suð-austurströndinni er allvíða hálka eða hálkublettir á vegum. Ófært um Öxi og Breiðdalsheiði.

Framkvæmdir

Unnið er í dag miðvikudag 14. desember frá kl. 09:30 og fram eftir degi við að taka niður teinagirðingar á Reykjanesbraut á milli Sæbrautar og Bústaðavegar til suðurs. Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

Unnið er í dag miðvikudag 14. desember frá kl. 10:00 og fram eftir degi við að setja upp vegrið á Vesturlandsvegi við Esjuberg á Kjalarnesi. Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda í veginum.