Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 14.10.2017

14.10.2017 21:21

Ábending frá veðurfræðingi 14. október kl. 21:00

GULUR

Varað er við staðbundinni og mjög lúmskri ísingu, einkum vestanlands í kvöld og nótt.  Skýjabólstrar með smágerðu regni koma af hafi, en á milli þeirra léttir til þar sem vegyfirborðið kólnar hratt og ísing myndast.  Þetta á einkum við um Vesturlandsveg og í Borgarfirði  og norður yfir Holtavörðuheiði sem og aðra vegi vestanlands einkum til landsins. Einnig mögulega í uppsveitum  Suðurlands, í grennd við Höfuðborgarsvæðið og almennt í Borgarfirði og á Mýrum.

Færð

Hálkublettir eru á Mývatnsöræfum.

Lokun á Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöng verða lokuð fyrir umferð í þrjár nætur í næstu viku (42. viku) vegna viðhalds og hreingerningar.

Lokað verður aðfaranætur þriðjudags 17., miðvikudags 18. og fimmtudags 19. október frá miðnætti til kl. 6 að morgni.

Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda.

Framkvæmdir á Krýsuvíkurvegi 

Unnið er við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Umferð fer á kafla um hjáleið á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar. Leyfður umferðarhraði þar er 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð á Reykjanesbraut í stutta stund, allt að þrisvar sinnum á dag.

Hálendisvegir

Færð á hálendisvegum hefur spillst og hafa margir þeirra orðið ófærir. Við bendum vegfarendum á að fylgjast vel með færðarkortinu og veðurspá ef þeir ætla inn á hálendið.

Vaðlaheiðarvegur

Vaðlaheiðarvegur 832 er opinn að hluta, þ.e. 12 km kafli upp úr Eyjafirði en vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng í Fnjóskadal er ekki hægt að láta umferð fara um vinnusvæðið við Skóga. Því er veginum lokað við Ytra Nesgil og öll umferð upp úr Fnjóskadal er bönnuð.