Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 13.7.2018

13.7.2018 14:35

Lokun á Þingvöllum

Vegna uppsetningar vegriðs við Vallaveg (nr. 361) á Þingvöllum sem liggur af Þingvallavegi að Þingvallavatni er  vegurinn lokaður í dag. Lokað er fyrir allri umferð í suðurenda hans við Þingvallaveg. Einnig er lokað fyrir umferð fólksflutningabíla við Silfru en ökumenn lítilla bíla munu þó komast að veiðistöðum við vatnið. Hópbifreiðar geta ekið frá þjónustumiðstöð að bílastæði á Valhallarreit (P5) og ökumenn lítilla bíla komast að veiðistöðum við vatnið.

Malbikun

Á sunnudagskvöld og nótt 15.-16. júlí er stefnt að því að malbika akrein í Ártúnsbrekku, frá rampi við Bíldshöfða niður að beygjurampi við Sæbraut. Rampinum verður lokað en hjáleiðir merktar. Áætlað er að vinnan standi yfir frá kl. 20:00 til kl. 07:00.

Mánudaginn 16. júlí er stefnt að því að malbika akreinar á Eyrarvegi á Selfossi, frá hringtorgi við Fossveg að Kirkjuvegi. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum frá kl. 09:00 til kl. 15:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Umferðarstýring á Þingvöllum

Upplýsingar um umferðarstjórnun vegna hátíðarfundar Alþingis 18. júlí á Þingvöllum, sjá nánar hér

Lokun á Ölfusárbrú við Selfoss

Vegna viðgerða verður brúin yfir Ölfusá lokuð í viku um miðjan ágúst. Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.