Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 13.12.2017

13.12.2017 6:52

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru víða á Höfuðborgarsvæðinu og nágrenni en á Suðurlandi er víðast hvar snjóþekja og hálka. 

Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en Ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Norðurlandi en meira um hálkubletti á norð-austurlandi. Flughálka er milli Sauðárkróks og Hofsóss, Blönduóss og Skagastrandar, Inn Norðurárdal og í Köldukinn. Þæfingur og snjókoma er á Öxnadalsheiði.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Austurlandi en snjóþekja á stöku stað. Með suð-austurströndinni er allvíða krapi eða hálka á vegum. Ófært  um Öxi.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda í veginum.