Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 12.7.2018

12.7.2018 8:12

Lokun á Þingvöllum

Vegna uppsetningar vegriðs við Vallaveg (nr. 361) á Þingvöllum sem liggur af Þingvallavegi að Þingvallavatni er þeim vegi lokað yfir daginn bæði í dag og á morgun. Vallavegi er lokað fyrir allri umferð í suðurenda hans við Þingvallaveg. Einnig verður lokað fyrir umferð fólksflutningabíla við Silfru en ökumenn lítilla bíla munu þó komast að veiðistöðum við vatnið.

Hópbifreiðar munu áfram geta ekið frá þjónustumiðstöð að bílastæði á Valhallarreit (P5) og ökumenn lítilla bíla munu komast að veiðistöðum við vatnið.

Lokun á Ölfusárbrú við Selfoss

Vegna viðgerða verður brúin yfir Ölfusá lokuð í viku um miðjan ágúst. Sjá nánar hér

Framkvæmdir

Í dag, fimmtudaginn 12. júlí, á að malbika hringtorg í Grindavík við Gerðavelli og báðar akreinar á Víkurbraut sunnan við hringtorgið. Veginum og hringtorginu verður lokað og hjáleiðir merktar. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum milli kl. 08:30 og 16:00.

Vegfarendur eru beðnir að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Umferðarstýring á Þingvöllum

Upplýsingar um umferðarstjórnun í tengslum við hátíðarfund Alþingis 18. júlí á Þingvöllum, sjá nánar hér

Umferðartafir í jarðgöngum undir Breiðadalsheiði

Vegna vinnu við vatnsvarnir gætu orðið lítilsháttar umferðartafir í Breiðadalslegg (til/frá Önundarfirði) yfir nóttina virka daga, frá miðnætti til kl. 7:00. - Óljóst er hversu langan tíma þetta tekur en nú fer að styttast í verklok. Þetta hefur ekki áhrif á umferð milli Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar.

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.