Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 12.11.2018

12.11.2018 6:41

Færð og aðstæður

Suðurland: Hálka er á þjóðvegi 1 frá Þjórsá í Hvolsvöll. Hálkublettir eru á Lyngdalsheiði.

Suðvesturland: Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði.

Vesturland: Hálkublettir eru á Fróðárheiði og Heydalsvegi. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði.

Vestfirðir: Þæfingur er á Þröskuldum og Hrafnseyrarheiði. Hálka er á Gemlufallsheiði en snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og krapi á Klettshálsi, hálkublettir eru á öðru fjallvegum en greiðfært að mestu á láglendi.
 

Norðurland: Það eru hálkublettir í Langadal og á Öxnadalsheiði aðrar leiðir eru að mestu greiðfærar.

Norðausturland: Hálkublettir eru á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Greiðfært er um Norðausturveg (85) Þoka er á nokkrum fjallvegum.

Austurland: Krapi er á Fjarðarheiði en hálkublettir á Öxi aðrar leiðir eru að mestu greiðfærar.

Suðausturland: Hálka er á Mýrdalssandi en hálkublettir í Eldhrauni að Gígjukvísl.

Þungatakmarkanir á Bíldudalsvegi (63)

Ásþungi er nú takmarkaður við 7 tonn á Bíldudalsvegi ( 63) frá Hvassanesflugvelli ađ Helluskarði (gatnamót Vestfjarðavegar (60) og Bíldudalsvegar).

Umferðartafir við Svínafellsá í Öræfum

Vegna vinnu við endurbætur á brúnni yfir Svínafellsá í Öræfum má reikna með smávægilegum töfum mánudaginn 12. nóvember.  Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag má síðan búast við talsverðum umferðartöfum allt að 40 mínútum í senn og verður umferð stýrt með umferðarljósum i gegnum vinnusvæðið.

Framkvæmdir á Grindavíkurvegi

Það standa yfir framkvæmdir á Grindavíkurvegi, milli afleggjara að Seltjörn og Bláa Lónsins. Verið er að breikka veginn og þarf á hluta framkvæmdatímans að mjókka hann töluvert. Unnið er á einni akrein í einu og umferðarhraði tekinn niður. Búast má við einhverjum umferðartöfum en áætluð verklok eru í árslok 2018.

Framkvæmdir á Esjumelum

Verið er að byggja hringtorg á Esjumelum við Norðurgrafarveg og auk þess er unnið þar að undirgöngum fyrir gangandi ásamt tilheyrandi  vega- og stígagerð. Umferð um Vesturlandsveg er beint um hjáleið framhjá vinnusvæðinu. Hámarkshraði um framkvæmdasvæðið er 50 km/klst.

Aukin þjónusta á Hrafnseyrarheiði

Vegna framkvæmda við Dýrafjarðargöng verður tímabundið aukin vetrarþjónusta á Hrafnseyrarheiði í tvær til þrjár vikur. Á Dynjandisheiði verður minni þjónusta. Vegfarendur eru beðnir um að athuga færðarskráningu áður en lagt er af stað.

Hálendið

Engin þjónusta er á hálendisvegum á þessum árstíma og færð þar er ekki könnuð. Vegfarendur eru beðnir að hafa það í huga áður en farið er inn á hálendið.