Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 10.5.2018

10.5.2018 20:19

Ábendingar frá veðurfræðingi, fimmtudaginn 10. maí

10. maí. kl. 18:10

Litur: Gulur

Í kvöld og nótt kólnar um suðvestan- og vestanvert landið.  Frystir á helstu fjallvegum eftir miðnætti með tilheyrandi hálku.  Eins gæti hæglega gert snjóföl s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði.

Athugið

Varað er við miklu Sandfoki vestan við Hvalnesskriður

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á Hrafnseyrarheiði og snjóþekja er á Dynjandisheiði. Annars eru allar aðalleiðir greiðfærar á landinu. Þoka er á Holtavörðuheiði.

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum þarf sums staðar að takmarka ásþunga umfram það sem almennt gerist. Sjá nánar hér.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.